Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en hann er órólegur vegna stöðunnar. Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. 

Þá verður fjallað um frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnahús og för yfir landamæri sem var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með tuttugu og átta atkvæðum gegn tveimur. Tuttugu og tveir greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Rætt verður við Sigríði í fréttatímanum og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar. 

Þá greinum við frá því að héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið í leyfi í fimm mánuði.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×