Erlent

Fundu stúlkuna með móður sinni í Sviss

Sylvía Hall skrifar
Stúlkan fannst í yfirgefinni verksmiðju í Sainte-Croix við landamæri Frakklands og Sviss.
Stúlkan fannst í yfirgefinni verksmiðju í Sainte-Croix við landamæri Frakklands og Sviss. Getty

Átta ára stúlka sem frönsk lögregluyfirvöld höfðu lýst eftir fannst ásamt móður sinni í Sviss. Stúlkunni var rænt af heimili ömmu sinnar á þriðjudag, en amma hennar hafði haft forræði yfir henni undanfarna mánuði.

Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins

Mæðgurnar fundust í yfirgefinni verksmiðju í þorpinu Sainte-Croix við landamæri Frakklands og Sviss. Stúlkan er sögð við góða heilsu en móðir hennar er nú í haldi lögreglu, grunuð um að hafa fyrirskipað mannránið. Stúlkan mun nú fara aftur til ömmu sinnar.

Fjórir menn voru handteknir í vikunni grunaðir um aðild að málinu. Þrír þeirra komu á heimili ömmunnar á þriðjudag, sögðust vera frá barnaverndaryfirvöldum og tóku stúlkuna með sér. Fimmti maðurinn var svo handtekinn í vikunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×