Innlent

Ógnaði fólki í verslunum

Kjartan Kjartansson skrifar
Fangageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hýsti meðal annars karlmann sem ógnaði fólki í verslunum í nótt.
Fangageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hýsti meðal annars karlmann sem ógnaði fólki í verslunum í nótt. Vísir/Vilhelm

Karlmaður sem ógnaði starfsmönnum og viðskiptavinum í verslun í vesturhluta Reykjavíkur í gær gisti fangageymslur lögreglu í nótt. Hann er sagður hafa komið við sögu í fleiri slíkum málum fyrr um daginn.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að tilkynnt hafi verið um ógnanir mannsins klukkan 18:36 í gær. Maðurinn hafi verið í „mjög slæmu ástandi“ þegar lögregla hafði hendur í hári hans.

Á þriðja tímanum í nótt reyndi ökumaður sem lögreglumenn ætluðu að hafa afskipti af að reyna að komast undan lögreglu á tveimur jafnfljótum. Lögreglumenn hlupu manninn uppi og handtóku hann. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×