Makamál

Hvernig finnst þér að maki þinn eigi trúnaðarvin af gagnstæðu kyni?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Skiptir kyn þig máli þegar kemur að sannri vináttu? 
Skiptir kyn þig máli þegar kemur að sannri vináttu?  Getty

Afbrýðisemi í samböndum getur oft á tíðum eitrað samskiptin og valdið miklu vantrausti og kergju á milli fólks. Afbrýðisemi út í fyrrverandi maka, hjásvæfur og jafnvel abrýðisemi út í vináttu.

Þegar kemur að gagnkynhneigðum samböndum skiptir það þá máli af hvaða kyni vinur makans er? Sem gagnkynhneigður karlmaður, finnst þér þá óþægilegt ef maki þinn á karlmann sem trúnaðarvin? Eða sem kona í gagnkynhneigðu sambandi, finnst þér þá óþægilegt ef maki þinn fer út að borða með vinkonu sinni? 

Eðli vináttu getur spilað þarna stórt hlutverk og skiptir vafalaust máli hvenær vináttan byrjar. Er þetta nýtilkomin vinátta eða löng vinátta sem var jafnvel til fyrir þinn tíma. 

Spurningin er að þessu sinni kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. 

Karlar svara hér:

Konur svara hér: 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.