Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Vísir

Rætt verður við gest á sóttkvíarhótelinu sem lætur vel að veru sinni þar þó hún sé nokkuð tíðindalaus og einmannaleg í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Við ræðum einnig við lögmann annars þeirra sem hefur lagt fram kæru til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni á hótelinu verði aflétt tafarlaust. Sóttvarnalæknir tjáir sig um málið og við könnum stöðu faraldursins á Ítalíu þar sem gripið hefur verið til hörðustu aðgerða hingað til. 

Þá fer svefnráðgjafi yfir það hvernig best er að haga svefni yfir hátíðarnar og alla daga. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×