Innlent

Lokað að gosstöðvunum á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Afar fjölmennt hefur verið í Geldingadölum undanfarna daga. Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun. 
Afar fjölmennt hefur verið í Geldingadölum undanfarna daga. Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun.  Vísir/Vilhelm

Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun.

Þá segir í tilkynningu frá lögreglu að lokað verði fyrir umferð um Suðurstrandarveg, nema þeir sem nauðsynlega þurfi að fara um veginn geti farið fram hjá lokunum. Veðurspáin geri ráð fyrir suðvestan og síðar vestan 15-23 metrum á sekúndu með rigningu eða súld eða lélegu skyggni á gosstöðvum.

„Alls ekkert ferðaveður,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×