Innlent

Fram­halds­skóla­kennarar semja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. 

Skrifað var undir samninginn í húsnæði ríkissáttasemjara með fyrirvara um samþykki félagsmanna FF og FS.

Fyrirkomulag kynninga og atkvæðagreiðslu kynnt strax eftir páska.

Gildistími hins nýja samnings er frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023, að því er segir á vef Kennarasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×