Innlent

Almannavarnir biðla til almennings: Verið heima!

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gosið er við Fagradalsfjall.
Gosið er við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm

Almannavarnir biðla til fólks um að halda sig heima og fylgjast með fréttum í stað þess að þjóta af stað til að fylgjast með nýhöfnu gosi.

„Þetta er að gerast nálægt byggð og við biðlum til fólks að fara ekki á staðinn heldur leyfa vísindamönnum og viðbragðsaðilum að kanna aðstæður og ná utan um ástandið,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna.

Hún segir það nánast í erfðaefni Íslendinga að vilja stökkva af stað þegar gýs en biður fólk um að bíða og fylgjast heldur með fréttum. Óvissa sé um aðstæður og Reykjanesbrautin hættuleg í myrkrinu þess fyrir utan.

„Það mun gefast tími seinna til að sjá gosið með eigin augum,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×