Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.00.
Hádegisfréttir hefjast á slaginu 12.00. vísir

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að stöðva tímabundið bólusetningar hér á landi með bóluefni frá AstraZeneca. Tilkynningar hafa borist um blóðtappa í kjölfar bólusetninga með efninu í Evrópu og þar af eitt dauðsfall í Danmörku og í Austurríki.

Danir hafa stöðvað notkun efnisins og er það til skoðunar í Noregi. Við ræðum nánar um þetta í hádegisfréttum okkar.

Við tökum einnig stöðuna á jarðhræringunum á Reykjanesskaga en skjálfti af stærri gerðinni reið yfir í morgun í Eldvörpum. Náttúruvársérfræðingur segir hann tengjast spennubreytingum. Smáskjálftavirkni er enn talin vera fyrirboði eldgoss.

Við segjum frá því hvernig gengur í prófkjöri Pírata og allsherjaratkvæðagreiðslu til formanns og stjórnar VR. Það er starfsmanni í kjörstjórn til efs að nokkurn tíma hafi þátttaka verið jafn góð og á þessum tímapunkti. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×