Innlent

Þrír yfir þremur rétt fyrir hádegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjálftarnir mælast flestir við Fagradalsfjall.
Skjálftarnir mælast flestir við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm

Níu skjálftar stærri en 3 að stærð hafa mælst við Fagradalsfjall síðan á miðnætti, þar af þrír skjálftar um 3 skömmu fyrir hádegi.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir segir að jarðskjálftavirknin í dag mælist mest við austanvert Fagradalsfjall á svæði sem heitir Meradalir.

„Við höfum ekki séð merki um gosóróa eins og við sáum fyrir helgi og ekkert sem bendir til þess að staðan sé breytt frá því.“

Salóme segir að mjög hafi dregið úr tilkynningum um skjálftavirkni til Veðurstofunnar. Þannig hafi ekki borist neinar tilkynningar um að stærri skjálftarnir í dag hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.

„En vorum með fólk á svæðinu að setja upp tæki og þau fundu fyrir þessu,“ segir Salóme. Ríflega þúsund skjálftar hafa samtals mælst á svæðinu frá því á miðnætti.


Tengdar fréttir

Áfram mikil skjálftavirkni: Sex skjálftar um og yfir þremur að stærð í nótt

Rúmlega 800 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti, sá stærsti að stærð 3,7 við Fagradalsfjall klukkan 4:11. Fimm aðrir skjálftar hafa mælst um eða yfir þremur að stærð frá miðnætti og hefur mesta virknin verið bundin við Fagradalsfjall. Skömmu fyrir miðnætti, klukkan 23:29, varð svo skjálfti að stærð 3,5 sem mældist sömuleiðis við Fagradalsfjall.

Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi

Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu.

Ný gögn stað­festa grun­semdir um að kvikan sé komin ansi ná­lægt yfir­borði

„Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Frey­steinn Sig­munds­son, jarðeðlis­fræðing­ur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×