Innlent

Heyra hvorki drunur né finna skjálfta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum.
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Vísir/Egill

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fundið fyrir neinum óróa. Engar drunur heyrist og jörð hafi varla skolfið frá því um hádegi í gær.

„Þetta hefur faktískt verið frekar rólegt, þannig að það er kannski bara lognið á undan storminum,“ segir Ásgeir.

Bæjarbúar séu algjörlega á fullu viðbragði og bíði fyrirmæla frá almannavörnum. Björgunarsveitir á svæðinu séu í viðbragðsstöðu og þjónustumiðstöð í Vogum tilbúin ef þörf er á.

„En þetta er auðvitað svo langt frá byggð, jafnvel þó að komi upp hraun,“ segir Ásgeir.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×