Erlent

Þúsundir mótmæla í Mjanmar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá mótmælum í höfuðborg Mjanmar í gær.
Frá mótmælum í höfuðborg Mjanmar í gær. Getty/Stringer

Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi.

Mótmælendurnir hafa boðað til verkfalls í dag þúsundir hafa komið saman á götum borganna Yangon og Mandalay.

Þá hafa fregnir borist af því í morgun að óeirðalögreglan hafi beitt öflugum vatnsbyssum á mótmælendur í höfuðborginni Nay Pyi Taw.

Þar komu tugir þúsunda saman í morgun og greinir breska ríkisútvarpið frá því að mótmælendur virðist koma úr öllum stéttum þjóðfélagsgins, verkamenn, kennarar, bankastarfsmenn og lögfræðingar svo eitthvað sé nefnt.

Herinn hefur ekki áður fengið viðlíka mótspyrnu eins og nú en Suu Kyi hafði sent frá sér skilaboð áður en hún var hneppt í varðhald þar sem hún hvatti landsmenn til að rísa upp gegn herforingjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×