Viðskipti innlent

Bein útsending: Leikjaframleiðendur ræða stöðu iðnaðarins hér á landi

Samúel Karl Ólason skrifar
Boy with headphones playing on his computer
Vísir/Getty

Forsvarsmenn íslenskra leikjaframleiðenda munu ræða stöðu iðnaðarins hér á landi á fundi Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) og Samtaka iðnaðarins sem hefst klukkan fjögur í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu og má fylgjast með honum hér að neðan.

Í tilkynningu frá SI segir að auk þess að fara yfir stöðu tölvuleikjaiðnaðar verði rætt um framtíðarhorfur og tækifæri í tengslum við uppbyggingu hans. Fundurinn hefst klukkan fjögur.

Þá verða kynntar tölur um fjölda starfa, fjárfestingar og veltu í tölvuleikjaiðnaði hér á landi og dregin upp möguleg sviðsmynd af stöðunni árið 2030.

Vignir Örn Guðmundsson, formaður IGI, mun fara yfir þessi atriði og að því loku fara fram pallborðsumræður um tækifæri og áskoranir iðnaðarins. Í þeim taka þátt þau Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurlína Ingvarsdóttir framleiðandi hjá Bonfire Studios, Þorgeir F. Óðinsson framkvæmdastjóri Directive Games og María Guðmundsdóttir forstjóri Parity.

Eins og áður segir hefst fundurinn klukkan fjögur. Horfa má á hann hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×