Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:19 Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson eru þekktir sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism. Merki pítsustaðanna má sjá fyrir neðan bræðurna. Samsett Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna. Greint var frá því í gær að bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson, sem þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hefðu opnað pítsustaðinn Slæs í Garðabæ á laugardag. Eftir að fregnir bárust af opnuninni hefur verið bent á talsverð líkindi með merki Slæs og merki annars pítsustaðar, Firecraft Artisan Pizza í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Merkin eru raunar alveg eins; stílhrein og sýna pítsusneið umlukta logum. Samanburð má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Leiðinlegt ef vörumerkið er of líkt öðru Ágúst Arnar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þau hjá Slæs viti af líkindunum. Fleiri fyrirtæki séu með „sama eða svipað“ merki, sem fengið sé af Fiverr, markaðstorgi á netinu þar sem einyrkjar selja vinnu sína. „Okkur hefur verið bent á þessi líkindi við annan pizzastað og reyndar fleiri. Logoið kom úr logobanka sem að lítil fyrirtæki nota oft til að spara kostnað í byrjun. Ég geri ráð fyrir að önnur fyrirtæki sem eru með sama eða svipað logo hafi gert það sama. Við völdum þetta logo því okkur fannst það passa vel við nafn og hlutverk staðarins,“ segir Ágúst Arnar. Hann segir jafnframt að merkið sé fengið í gegnum hönnuð á síðunni og málið sé til skoðunar. Ef til vill þurfi að breyta merkinu í ljósi líkinda við aðra staði. Í því samhengi bendir hann á þriðja staðinn sem notar merkið en sá virðist staddur í Úrúgvæ. „Við erum að skoða þetta sjálfir og vissum ekki að aðrir væru að nota svipað logo. Við erum því að skoða hvort að við þurfum að breyta því. Við erum að byggja upp okkar eigið vörumerki og finnst því leiðinlegt ef það eru líkindi milli annars merkis.“ Uppfært klukkan 17:03: Samkvæmt frekari upplýsingum frá Slæs er merkið upprunnið úr myndabankanum Shuttersock, líkt og sjá má hér. Staðurinn hafi tilskilið leyfi til að nota merkið. Neytendur Veitingastaðir Höfundarréttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Greint var frá því í gær að bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson, sem þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hefðu opnað pítsustaðinn Slæs í Garðabæ á laugardag. Eftir að fregnir bárust af opnuninni hefur verið bent á talsverð líkindi með merki Slæs og merki annars pítsustaðar, Firecraft Artisan Pizza í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Merkin eru raunar alveg eins; stílhrein og sýna pítsusneið umlukta logum. Samanburð má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Leiðinlegt ef vörumerkið er of líkt öðru Ágúst Arnar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þau hjá Slæs viti af líkindunum. Fleiri fyrirtæki séu með „sama eða svipað“ merki, sem fengið sé af Fiverr, markaðstorgi á netinu þar sem einyrkjar selja vinnu sína. „Okkur hefur verið bent á þessi líkindi við annan pizzastað og reyndar fleiri. Logoið kom úr logobanka sem að lítil fyrirtæki nota oft til að spara kostnað í byrjun. Ég geri ráð fyrir að önnur fyrirtæki sem eru með sama eða svipað logo hafi gert það sama. Við völdum þetta logo því okkur fannst það passa vel við nafn og hlutverk staðarins,“ segir Ágúst Arnar. Hann segir jafnframt að merkið sé fengið í gegnum hönnuð á síðunni og málið sé til skoðunar. Ef til vill þurfi að breyta merkinu í ljósi líkinda við aðra staði. Í því samhengi bendir hann á þriðja staðinn sem notar merkið en sá virðist staddur í Úrúgvæ. „Við erum að skoða þetta sjálfir og vissum ekki að aðrir væru að nota svipað logo. Við erum því að skoða hvort að við þurfum að breyta því. Við erum að byggja upp okkar eigið vörumerki og finnst því leiðinlegt ef það eru líkindi milli annars merkis.“ Uppfært klukkan 17:03: Samkvæmt frekari upplýsingum frá Slæs er merkið upprunnið úr myndabankanum Shuttersock, líkt og sjá má hér. Staðurinn hafi tilskilið leyfi til að nota merkið.
Neytendur Veitingastaðir Höfundarréttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Viðskipti innlent Breytingar hjá Intellecta Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23