Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttirnar hefjast klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar hefjast klukkan tólf. vísir

Hádegisfréttir eru í beinni útsendingu á slaginu tólf.

Þar verður fjallað um banaslys sem varð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gær, en kona á þrítugsaldri lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi eftir að bíll sem hún var í ásamt fjölskyldu sinni fór í sjóinn.

Við tökum stöðuna á Seyðisfirði þar sem rýming hefur verið í gildi eftir að veðurspá gerði ráð fyrir aukinni úrkomu á Austurlandi, með aukinni hættu á skriðuföllum.

Eins fjöllum við um meint líkindi með árásinni á þinghús Bandaríkjanna fyrr í þessum mánuði og búsáhaldabyltingunni en að undanförnu hafa einhverjir sagt líkindin mikil, meðan aðrir telja það alrangt.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×