Handbolti

Berlin á toppinn

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin komust í kvöld á topp þýsku úrvalsdeildarinnar.

Berlin vann þá góðan útisigur, 29-33, á TuS N-Lübbecke eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 15-14.

Ivan Nincevic fór mikinn í liði Berlin og skoraði níu mörk. Berlin er komið með tólf stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en Rhein-Neckar Löwen sem er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×