Handbolti

Alexander sterkur og Füchse áfram í Meistarardeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alexander glímir við erfið meiðsli og óvíst með þátttöku hans í umspilsleikjunum um sæti á Ólympíuleiknum í apríl.
Alexander glímir við erfið meiðsli og óvíst með þátttöku hans í umspilsleikjunum um sæti á Ólympíuleiknum í apríl. Nordic Photos / AFP
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlín eru komnir áfram í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir 24-23 sigur á Hamburg á útivelli í dag.

Füchse vann einnig sigur í fyrri leik liðanna með tveimur mörkum og komast því áfram með þriggja marka sigur samanlagt.

Útlitið var ekkert sérstakt snemma í síðari hálfleik þegar heimamenn voru komnir fimm mörkum yfir. Dagur tók þá leikhlé, Alexander fór að spila meira og hagur gestanna vænkaðist.

Alexander skoraði fjögur mörk í leiknum.

Füchse verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í átta liða úrslit keppninnar á þriðijudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×