Illa gengið um fallega veiðistaði Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2020 10:00 Umgengnin við sum vötn og veiðistaði en því miður ekki til fyrirmyndar. Mynd: Nökkvi Svavarsson Það er fátt eins gaman og að koma að uppáhalds vatninu sínu snemma morguns til að kasta fyrir silung en þegar það fyrsta sem þú þarft að gera er að týna rusl er ánægjan oft skammvinn. Við höfum heyrt frá mörgum veiðimönnum undanfarna daga sem láta okkur vita af slælegri umgengni við vötnin okkar og það er óskiljanlegt að veiðimenn gangi svona um. Sem betur fer á þetta aðeins við um örfáa aðila en sá subbuskapur sem fáir valda er á sumum veiðistöðum á við flokk manna. Dæmi um þetta er Elliðavatn en ruslið sem liggur við nesið er eitthvað sem á ekki að sjást. Bjórdósir, sígarettustuggar, nestisbréf og girni er meðal þess sem er skilið eftir eða troðið ofan í holur. Þingnesið sleppur heldur ekki og bakkinn beggja vegna við brúnna er eftir helgina eins og það hafi verið fleygt rusli í einhverri keppni. Við Þingvallavatn er þetta sem betur fer ekki jafnslæmt en engu að síður þannig að þeir sem mæta á vinsæla staði byrja gjarnan á því að týna upp rusl áður en farið er til veiða. Hvað það er sem veldur því að einhverjir ganga svona illa um náttúru landins er alveg óskiljanlegt en þar sem mér þykir það ósennilegt að viðkomandi aðilar sjái að sér og mæti aftur til að týna upp eftir sig er spurning hvort við hin getum lagt hendur á plóg, tekið með okkur einn lítinn poka þegar við förum að veiða til að týna upprusl í kringum uppáhaldsveiðistaðina okkar? Stangveiði Mest lesið Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði
Það er fátt eins gaman og að koma að uppáhalds vatninu sínu snemma morguns til að kasta fyrir silung en þegar það fyrsta sem þú þarft að gera er að týna rusl er ánægjan oft skammvinn. Við höfum heyrt frá mörgum veiðimönnum undanfarna daga sem láta okkur vita af slælegri umgengni við vötnin okkar og það er óskiljanlegt að veiðimenn gangi svona um. Sem betur fer á þetta aðeins við um örfáa aðila en sá subbuskapur sem fáir valda er á sumum veiðistöðum á við flokk manna. Dæmi um þetta er Elliðavatn en ruslið sem liggur við nesið er eitthvað sem á ekki að sjást. Bjórdósir, sígarettustuggar, nestisbréf og girni er meðal þess sem er skilið eftir eða troðið ofan í holur. Þingnesið sleppur heldur ekki og bakkinn beggja vegna við brúnna er eftir helgina eins og það hafi verið fleygt rusli í einhverri keppni. Við Þingvallavatn er þetta sem betur fer ekki jafnslæmt en engu að síður þannig að þeir sem mæta á vinsæla staði byrja gjarnan á því að týna upp rusl áður en farið er til veiða. Hvað það er sem veldur því að einhverjir ganga svona illa um náttúru landins er alveg óskiljanlegt en þar sem mér þykir það ósennilegt að viðkomandi aðilar sjái að sér og mæti aftur til að týna upp eftir sig er spurning hvort við hin getum lagt hendur á plóg, tekið með okkur einn lítinn poka þegar við förum að veiða til að týna upprusl í kringum uppáhaldsveiðistaðina okkar?
Stangveiði Mest lesið Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði