Elliðavatn að vakna til lífsins Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2020 11:00 Vök eftir silung Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að geta sest upp í bíl og verið komin við gott veiðivatn á nokkrum mínútum og fyrir íbúa í höfuðborgarsvæðisins er Elliðavatn líklega það vatn sem flestir sækja. Það hafa ekki verið miklar fréttir af veiði úr vatninu þessa daga sem það er búið að vera opið utan við nokkra urriða sem við fréttum af fyrsta daginn. Vatnið er enda búið að vera heldur kalt og þá er engin fluga og þar af leiðandi fiskurinn yfirleitt að leita ætis á botninum. Síðustu daga hefur þó verið sólríkt og hlýtt og við það hitnar vatnir hratt og flugan fer af stað. Það mátti greinilega sjá þetta við vatnið á þessum kalda laugardagsmorgni en algjör stilla var við vatnið, fluga á sveimi og vakir víða á vatninu. Þetta er skilyrðin sem margir unnendur Elliðavatns hafa verið að bíða eftir. Nákvæmlega það augnablik þegar vakirnar byrja og bleikjan fer að taka púpur rétt undir yfirborðinu. Í ljósi þess að þessi tími er kominn er rétt að minna þá sem eru að taka sín fyrstu skref við vatnið að nota langa og granna tauma, um það bil eina og hálfa stangarlengd, leyfa púpunni að sökkva aðeins og draga yfirleitt löturhægt inn en líka prófa að draga inn í mjög stuttum rykkjum. Flugurnar sem eru yfirleitt að gefa best á þessum árstíma eru til dæmis svartur og brúnn Taylor, Peacock, Killer, Krókurinn, Langskeggur og Pheasant Tail. Það er þó um að gera að prófa fleira en litlar og dökkar púpur, oft léttklæddar, í stærðum 16-18# er þó yfirleitt málið. Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði
Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að geta sest upp í bíl og verið komin við gott veiðivatn á nokkrum mínútum og fyrir íbúa í höfuðborgarsvæðisins er Elliðavatn líklega það vatn sem flestir sækja. Það hafa ekki verið miklar fréttir af veiði úr vatninu þessa daga sem það er búið að vera opið utan við nokkra urriða sem við fréttum af fyrsta daginn. Vatnið er enda búið að vera heldur kalt og þá er engin fluga og þar af leiðandi fiskurinn yfirleitt að leita ætis á botninum. Síðustu daga hefur þó verið sólríkt og hlýtt og við það hitnar vatnir hratt og flugan fer af stað. Það mátti greinilega sjá þetta við vatnið á þessum kalda laugardagsmorgni en algjör stilla var við vatnið, fluga á sveimi og vakir víða á vatninu. Þetta er skilyrðin sem margir unnendur Elliðavatns hafa verið að bíða eftir. Nákvæmlega það augnablik þegar vakirnar byrja og bleikjan fer að taka púpur rétt undir yfirborðinu. Í ljósi þess að þessi tími er kominn er rétt að minna þá sem eru að taka sín fyrstu skref við vatnið að nota langa og granna tauma, um það bil eina og hálfa stangarlengd, leyfa púpunni að sökkva aðeins og draga yfirleitt löturhægt inn en líka prófa að draga inn í mjög stuttum rykkjum. Flugurnar sem eru yfirleitt að gefa best á þessum árstíma eru til dæmis svartur og brúnn Taylor, Peacock, Killer, Krókurinn, Langskeggur og Pheasant Tail. Það er þó um að gera að prófa fleira en litlar og dökkar púpur, oft léttklæddar, í stærðum 16-18# er þó yfirleitt málið.
Stangveiði Mest lesið Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Sogið: Minnsta veiði um árabil Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði