Innlent

Sigrún Ósk nýr ritstjóri Skessuhorns

Magnús Magnússon og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.
Magnús Magnússon og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. MYND/Skessuhorn

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Skessuhorns frá og með áramótum og tekur við starfinu af Magnúsi Magnússyni útgefanda.

Magnús er ekki á förum frá fyrirtækinu heldur mun hann verða aðstoðarritstjóri, sinna skrifum og ýmsum verkefnum við rekstur fyrirtækisins eftir því sem segir á vef héraðsfréttablaðsins.

Sigrún Ósk er uppalin á Akranesi, fædd árið 1980. Hún hóf sinn blaðamannsferil á Skessuhorni árið 1999 og hefur síðan unnið við dagskrárgerð hjá Sjónvarpinu og sem blaðamaður á Fréttablaðinu. Hún er nú að ljúka BA-ritgerð í heimspeki, hag- og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×