Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. Með ákvörðuninni hækka heildarlaun Bjarna í 2,8 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er 147 þúsund króna greiðsla á mánuði sem samsvara á mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum „enda nýtur forstjóri ekki afnota af bifreið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur“, segir í svari frá fyrirtækinu. Þá er inni í heildarupphæðinni tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR; Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Með hækkuninni hafa laun Bjarna verið meira en tvöfölduð frá því hann tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011, fyrir sex árum. Þá voru mánaðarlaun hans 1.340 þúsund krónur að því er hann upplýsti á þeim tíma. Hækkunin er nánar tiltekið 108 prósent. Til samanburðar hefur almenn launavísitala samkvæmt Hagstofunni hækkað um 54 prósent á þessu tímabili. Þegar stjórn Orkuveitunnar tók málið fyrir 16. janúar síðastliðinn var byggt á minnisblöðum svokallaðrar starfskjaranefndar fyrirtækisins varðandi launamál forstjórans og innri endurskoðanda. Ekki er hægt að skoða hvað þar segir. „Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnugagna og því undanþegin upplýsingarétti. Er beiðni um aðgang því hafnað,“ segir í svari frá Orkuveitunni sem hins vegar sendi ofangreindar upplýsingar um launakjörin. Í þeim kemur einnig fram að mánaðarlaun innri endurskoðanda fyrirtækisins voru hækkuð um 6,9 prósent og eru nú 1.550 þúsund krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. Með ákvörðuninni hækka heildarlaun Bjarna í 2,8 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er 147 þúsund króna greiðsla á mánuði sem samsvara á mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum „enda nýtur forstjóri ekki afnota af bifreið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur“, segir í svari frá fyrirtækinu. Þá er inni í heildarupphæðinni tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR; Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Með hækkuninni hafa laun Bjarna verið meira en tvöfölduð frá því hann tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011, fyrir sex árum. Þá voru mánaðarlaun hans 1.340 þúsund krónur að því er hann upplýsti á þeim tíma. Hækkunin er nánar tiltekið 108 prósent. Til samanburðar hefur almenn launavísitala samkvæmt Hagstofunni hækkað um 54 prósent á þessu tímabili. Þegar stjórn Orkuveitunnar tók málið fyrir 16. janúar síðastliðinn var byggt á minnisblöðum svokallaðrar starfskjaranefndar fyrirtækisins varðandi launamál forstjórans og innri endurskoðanda. Ekki er hægt að skoða hvað þar segir. „Minnisblöð, sem afhent eru á fundum stjórnar, teljast til vinnugagna og því undanþegin upplýsingarétti. Er beiðni um aðgang því hafnað,“ segir í svari frá Orkuveitunni sem hins vegar sendi ofangreindar upplýsingar um launakjörin. Í þeim kemur einnig fram að mánaðarlaun innri endurskoðanda fyrirtækisins voru hækkuð um 6,9 prósent og eru nú 1.550 þúsund krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira