Ytri Rangá komin í 409 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2016 11:18 Nils Folmer með 102 lax af Rangárflúðum í Ytri Rangá. Ytri Rangá sló öll með með 255 laxa opnunarholli og að er ennþá glimrandi fín veiði í ánni. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í veiðinni þegar bara 6 dagar eru liðnir af tímabilinu en áin stendur í 409 löxum og það er mikið af laxi að ganga. Samkvæmt skráningum í veiðibókina er um 80% stórlaxa hlutfall sem hefur samkvæmt okkar heimildum aldrei verið svo hátt í Ytri Rangá áður. Það er líka gaman að heyra frá veiðimönnum sem hafa verið við ánna fyrstu dagana að túpuveiðin er að minnka, í það minnsta eru túpurnar að minnka, og veiðimenn eru í auknum mæli farnir að taka laxa á "hitch". Veiðimaðurinn góðkunni Nils Folmer Jorgensen landaði til að mynda 102 sm laxi úr Kvíslapollum á Kolskegg hitchtúpu en þetta er stærsti laxinn úr Rangánum í sumar. Baráttan stóð yfir í 45 mínútur og gaf laxinn ekkert eftir allann tímann. Það er mikið af laxi í ánni og á þessari einu vakt náði Nils sjö löxum en missti tvo og allt var þetta stórlax með 95 og 102 sm stærstum. Mest lesið Boltar í Baugstaðarós Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði
Ytri Rangá sló öll með með 255 laxa opnunarholli og að er ennþá glimrandi fín veiði í ánni. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í veiðinni þegar bara 6 dagar eru liðnir af tímabilinu en áin stendur í 409 löxum og það er mikið af laxi að ganga. Samkvæmt skráningum í veiðibókina er um 80% stórlaxa hlutfall sem hefur samkvæmt okkar heimildum aldrei verið svo hátt í Ytri Rangá áður. Það er líka gaman að heyra frá veiðimönnum sem hafa verið við ánna fyrstu dagana að túpuveiðin er að minnka, í það minnsta eru túpurnar að minnka, og veiðimenn eru í auknum mæli farnir að taka laxa á "hitch". Veiðimaðurinn góðkunni Nils Folmer Jorgensen landaði til að mynda 102 sm laxi úr Kvíslapollum á Kolskegg hitchtúpu en þetta er stærsti laxinn úr Rangánum í sumar. Baráttan stóð yfir í 45 mínútur og gaf laxinn ekkert eftir allann tímann. Það er mikið af laxi í ánni og á þessari einu vakt náði Nils sjö löxum en missti tvo og allt var þetta stórlax með 95 og 102 sm stærstum.
Mest lesið Boltar í Baugstaðarós Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði