Viðskipti innlent

Bjarni Ben: Ríkisstjórnin með „sjokk-aðferðina“ - arfavitlaus hækkun

Magnús Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þær hugmyndir sem stjórnvöld hafa nú viðrað, um að hækka virðisaukaskatt á gistikostnað úr sjö prósent í 25,5 prósent, vera „arfavitlausar". Auk þess séu þær í takt við það sem ríkisstjórnin hafi gert undanfarin ár þegar fjárlög eru til umræðu. „Það er vaðið áfram með hugmyndir, sem „sjokkera" heilu atvinnugreinarnar, og allir sjá að eru algjörlega út í hött. Síðan er byrjað að tala við hagsmunaaðila, og oftar en ekki hefur ríkisstjórnin síðan tekið ákvörðun sem hún kallar sátt. Þó það sé víðsfjarri raunveruleikanum. Þetta eru vinnubrögð sem eru algjörlega ólíðandi, og samskipti ríkisstjórnarinnar við hagsmunaaðila í atvinnulífinu almennt eru mikið umhugsunarefni," segir Bjarni.

Hann segir þessa fyrirhuguðu skattahækkun vera algjörlega óraunhæfa og ólíklega til þess að skila neinu fyrir ríkissjóð. „Þetta er líka atvinnugrein sem hefur verið í örum vexti, og vonir hafa verið bundnar við þegar kemur að fjárfestingu. Það síðasta sem hún þarf á að halda eru svona skattahækkanir sem grafa undan greininni í heild sinni á uppbyggingartíma," segir Bjarni.




Tengdar fréttir

Skattahækkun væri rothögg fyrir ferðaþjónustuna

Til stendur að hækka virðisaukaskatt á gistinætur úr sjö prósentum í tuttugu og fimm komma fimm prósent í nýju fjárlagafrumvarpi. Samtök ferðaþjónustunnar segja hækkunina reiðarslag en framkvæmdastjóri hjá Icelandair talar um hneyksli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×