Flottir laxar að nást í klakveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2016 14:00 Þessi 94 sm hængur veiddist í dag í Eystri Rangá og fór beint í klakkistu. Klakveiðin í Eystri Rangá er ólíkt því sem gerist í mörgum ánum því í Eystri Rangá leggja menn áherslu á að ná snemmgengnum laxi í klak. Til að ná þessum löxum fara nokkrir vaskir veiðimenn í Eystri Rangá snemmsumars til að ná nokkrum af fyrstu löxunum í klak og sérstök áhersla er á að ná stórum löxum. Þetta skilar þeim árangri að stórlaxahlutfallið í Eystri Rangá er feykna gott og árangurinn af þessu ræktunarstarfi klárlega að skila sér. Sem dæmi má nefna að um 45% af veiddum laxi í Eystri Rangá er stórlax eða tveggja ára fiskur. Fyrstu laxarnir eru þegar komnir í klakkistur og í dag bættust 10 stórlaxar við. Nokkrir af þeim veiðimönnum sem veiða í klakið voru við Eystri Rangá í dag og náðust 10 laxar á land sem fóru allir í klakkistur og sá stærsti var 94 sm hængur sem veiddist á Hofteigsbreiðu en sá veiðistaður er alltaf að koma sterkari inn með hverju árinu. Það er mjög óvenjulegt að það sé svona mikið líf snemma í júní en í báðum Rangánum er greinilega nokkuð gengið af laxi. Rangárnar eru með vinsælustu og fengsælustu veiðiám landsins og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í henni í sumar, þá sérstaklega snemma tímabilsins, hljóta að fagna fréttum af snemmgengnum laxi því aðalgöngurnar eru ekki byrjaðar og ef þetta er byrjunin þá hlýtur framhaldið að lofa góðu. Mest lesið Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði
Klakveiðin í Eystri Rangá er ólíkt því sem gerist í mörgum ánum því í Eystri Rangá leggja menn áherslu á að ná snemmgengnum laxi í klak. Til að ná þessum löxum fara nokkrir vaskir veiðimenn í Eystri Rangá snemmsumars til að ná nokkrum af fyrstu löxunum í klak og sérstök áhersla er á að ná stórum löxum. Þetta skilar þeim árangri að stórlaxahlutfallið í Eystri Rangá er feykna gott og árangurinn af þessu ræktunarstarfi klárlega að skila sér. Sem dæmi má nefna að um 45% af veiddum laxi í Eystri Rangá er stórlax eða tveggja ára fiskur. Fyrstu laxarnir eru þegar komnir í klakkistur og í dag bættust 10 stórlaxar við. Nokkrir af þeim veiðimönnum sem veiða í klakið voru við Eystri Rangá í dag og náðust 10 laxar á land sem fóru allir í klakkistur og sá stærsti var 94 sm hængur sem veiddist á Hofteigsbreiðu en sá veiðistaður er alltaf að koma sterkari inn með hverju árinu. Það er mjög óvenjulegt að það sé svona mikið líf snemma í júní en í báðum Rangánum er greinilega nokkuð gengið af laxi. Rangárnar eru með vinsælustu og fengsælustu veiðiám landsins og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í henni í sumar, þá sérstaklega snemma tímabilsins, hljóta að fagna fréttum af snemmgengnum laxi því aðalgöngurnar eru ekki byrjaðar og ef þetta er byrjunin þá hlýtur framhaldið að lofa góðu.
Mest lesið Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði