Handbolti

Handboltalandsliðið ekki tilkynnt fyrr en síðar í vikunni

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Ekkert varð af því að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, tilkynnti Ólympíuhóp sinn í dag þegar kynnt var hvaða aðrir íslenskir keppendur verða á leikunum.

Það eru enn 19 leikmenn að æfa með landsliðinu og í ljósi meiðsla í hópnum hefur ÍSÍ veitt Guðmundi svigrúm til þess að velja hópinn síðar í vikunni.

Fjórtán leikmenn mega taka þátt og svo getur einn leikmaður verið utan hóps. Það verður því væntanlega valinn fimmtán manna hópur hjá handboltalandsliðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×