Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2014 11:26 Hilmar hinn ungi leiðsögumaður með Lillu Rowcliffe við Nes Það er oft heilmikið verk að vera leiðsögumaður í laxveiði og þeir bestu í þeim bransa hafa oft áratugi af reynslu á bakinu. Svo er nú ekki með ungann mann á Nessvæðinu við Laxá í Aðaldal en þessi efnilegi leiðsögumaður stefnir á að verða sjöundi ættlliður leiðsögumanna. Hilmar Þór Árnason er sonur Árna Péturs Hilmarssonar leiðsögumanns og staðarhaldara á Nesi og á því stutt að sækja veiðidelluna. Árni er forfallinn veiðimaður og er staðráðinn í að verða leiðsögumaður eins og pabbi sinn og fær að fara með honum að gæda af og til þegar vel hentar. Þannig tækifæri knúði einmitt dyra þegar veiðikona sem hefur veitt við Nes í 25 ár kom í sinn árlega veiðitúr. Heiðurskona þessi heitir Lilla Rowcliffe og er dóttir stofnanda Shell. Lilla er 90 ára gömul og ferðast um allan heim til að veiða. Hinn ungi Hilmar Þór fór tvær vaktir út með föður sínum og Lillu og á þeim báðum landaði hún laxi. Hún var því sannfærð um að hann færði henni gæfu og vill helst alltaf hafa hann með. Það er því nokkuð víst að þeir sem heimsækja Nes til veiða eiga eftir að sjá meira af þessum unga efnilega leiðsögumanni. Stangveiði Mest lesið Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði
Það er oft heilmikið verk að vera leiðsögumaður í laxveiði og þeir bestu í þeim bransa hafa oft áratugi af reynslu á bakinu. Svo er nú ekki með ungann mann á Nessvæðinu við Laxá í Aðaldal en þessi efnilegi leiðsögumaður stefnir á að verða sjöundi ættlliður leiðsögumanna. Hilmar Þór Árnason er sonur Árna Péturs Hilmarssonar leiðsögumanns og staðarhaldara á Nesi og á því stutt að sækja veiðidelluna. Árni er forfallinn veiðimaður og er staðráðinn í að verða leiðsögumaður eins og pabbi sinn og fær að fara með honum að gæda af og til þegar vel hentar. Þannig tækifæri knúði einmitt dyra þegar veiðikona sem hefur veitt við Nes í 25 ár kom í sinn árlega veiðitúr. Heiðurskona þessi heitir Lilla Rowcliffe og er dóttir stofnanda Shell. Lilla er 90 ára gömul og ferðast um allan heim til að veiða. Hinn ungi Hilmar Þór fór tvær vaktir út með föður sínum og Lillu og á þeim báðum landaði hún laxi. Hún var því sannfærð um að hann færði henni gæfu og vill helst alltaf hafa hann með. Það er því nokkuð víst að þeir sem heimsækja Nes til veiða eiga eftir að sjá meira af þessum unga efnilega leiðsögumanni.
Stangveiði Mest lesið Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Allt samkvæmt áætlun í Ásgarðslandi Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Stórlaxar á sveimi í Þverá Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Rólegasta vor í manna minnum við Elliðavatn Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði