22 á land í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2019 11:27 Þessi sjóbirtingur var vigtaður 8,5 kíló. Mynd: Ytri Rangá FB Þegar veiðimenn hugsa um vorveiði hefur Ytri Rangá kannski ekki verið þeim ofarlega í huga en það ætti kannski að breytast. Málið er að Ytri Rangá er ekki bara með góðan stofn af sjóbirting heldur er þar líka að finna stóra staðbundna urriða. Þeir sem veiða í ánni á haustinn setja oft í væna sjóbirtinga og þá sérstaklega á neðri hlutanum af ánni. Veiði hófst í Ytri Rangá sem og nokkrum öðrum sjóbirtingsám í gær og hefur opnunin í ánni gefið góðar vonir um framhaldið. Alls veiddust 22 sjóbirtingar og var sá stærsti sem kom á land 8,5 kg og mældist 85 sm að lengd. Þetta er spennandi kostur fyrir veiðimenn sem vilja kanna þessa skemmtilegu á með nýjum vinkli, þ.e.a.s. mæta á staðinn ekki til að leita að laxi heldur vænum urriða, sjógengnum og staðbundnum. Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði
Þegar veiðimenn hugsa um vorveiði hefur Ytri Rangá kannski ekki verið þeim ofarlega í huga en það ætti kannski að breytast. Málið er að Ytri Rangá er ekki bara með góðan stofn af sjóbirting heldur er þar líka að finna stóra staðbundna urriða. Þeir sem veiða í ánni á haustinn setja oft í væna sjóbirtinga og þá sérstaklega á neðri hlutanum af ánni. Veiði hófst í Ytri Rangá sem og nokkrum öðrum sjóbirtingsám í gær og hefur opnunin í ánni gefið góðar vonir um framhaldið. Alls veiddust 22 sjóbirtingar og var sá stærsti sem kom á land 8,5 kg og mældist 85 sm að lengd. Þetta er spennandi kostur fyrir veiðimenn sem vilja kanna þessa skemmtilegu á með nýjum vinkli, þ.e.a.s. mæta á staðinn ekki til að leita að laxi heldur vænum urriða, sjógengnum og staðbundnum.
Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði