Handbolti

Arnór skoraði tvö í sigurleik

Arnór Atlason.
Arnór Atlason.
Arnór Atlason og félagar í Flensburg komust upp í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld er liðið vann öruggan heimasigur, 33-22, á Lemgo.

Flensburg hafði talsverða yfirburði nær allan leikinn og leiddi í hálfleik með sex mörkum, 16-10.

Arnór skoraði tvö mörk í leiknum og lék vel fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×