Innlent

Umboðsmaður krefur Árna um svör varðandi skipun Þorsteins

Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur fengið ítarlegan spurningalista frá Umboðsmanni alþingis þar sem hann er krafinn svara um þá ákvörðun sína að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara.

Bréfið mun dagsett nítjánda febrúar og hafa borist Árna í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru spurningarnar vel ígrundaðar og bréfið upp á nokkrar síður. Eins og mönnum er í fersku minni var skipan Þorsteins ákaflega umdeild. Fimm sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Þar af voru þrír taldir mjög vel hæfir, en Þorsteinn hæfur.

Tveir hinna mjög vel hæfu umsækjenda lögðu fram formlega kvörtun til umboðsmanns Alþingis - sem hefur nú þegar, aðeins rúmum þremur vikum síðar, brugðist við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×