Róleg og köld opnun Elliðavatns Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2020 10:00 Urriði úr Elliðavatni. Mynd frá 2019 Mynd: Atli Bergman Elliðavatn opnaði í gær sumardaginn fyrsta en vatnið er ennþá kalt og það voru ekkert sérstök skilyrði svona á fyrsta degi. Að venju leggja margir leið sína upp að vatninu þennan fyrsta dag og yfir daginn voru veiðimenn að koma og fara, flestir fisklausir. Það var víða reynt en eins og venjulega eru flestir að veiða við brúnna og við Elliðavatnsbæinn. Ekki voru neinar fréttir af veiðum þar en þeir fiskar sem við höfum frétt af komu af Þingnesinu og eins gerði veiðimaður ágætan eftirmiðdag við Kríunes en sá landaði þremur urriðum og missti tvo á stuttum tíma. Allir fiskarnir tóku litlar straumflugur. Hlutirnir eru þó fljótir að breytast við vatnið enda er það frekar fljótt að hlýna þegar það sést til sólar og um leið og það gerist fer yfirleitt tökugleðin í gang. Síðan þegar flugan fer að klekjast fara yfirborðtökurnar að detta inn en það er líklega eitt það skemmtilegasta við að veiða við vatnið, að fylgjast með uppítökum silungs og narra þá til töku á litlar þurrflugur eða yfirborðspúpur. Mest lesið Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Góður gangur í sjóbirtingsánum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði
Elliðavatn opnaði í gær sumardaginn fyrsta en vatnið er ennþá kalt og það voru ekkert sérstök skilyrði svona á fyrsta degi. Að venju leggja margir leið sína upp að vatninu þennan fyrsta dag og yfir daginn voru veiðimenn að koma og fara, flestir fisklausir. Það var víða reynt en eins og venjulega eru flestir að veiða við brúnna og við Elliðavatnsbæinn. Ekki voru neinar fréttir af veiðum þar en þeir fiskar sem við höfum frétt af komu af Þingnesinu og eins gerði veiðimaður ágætan eftirmiðdag við Kríunes en sá landaði þremur urriðum og missti tvo á stuttum tíma. Allir fiskarnir tóku litlar straumflugur. Hlutirnir eru þó fljótir að breytast við vatnið enda er það frekar fljótt að hlýna þegar það sést til sólar og um leið og það gerist fer yfirleitt tökugleðin í gang. Síðan þegar flugan fer að klekjast fara yfirborðtökurnar að detta inn en það er líklega eitt það skemmtilegasta við að veiða við vatnið, að fylgjast með uppítökum silungs og narra þá til töku á litlar þurrflugur eða yfirborðspúpur.
Mest lesið Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Góður gangur í sjóbirtingsánum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði