Kalt við vötnin næstu daga Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2019 10:24 Það gæti orðið kalt við bakkann næstu daga Mynd: Atli Bergman Það hefur verið heldur kalt á landinu síðustu daga og útlitið fram yfir helgi er ekki veiðimönnum í hag. Veðurstofan gerir ráð fyrir næturfrosti víðast hvar um landið allar nætur fram yfir helgina og það hefur frekar slæm áhrif á tökuna hjá bleikjunni en fyrir urriðann skiptir þetta mun minna máli. Klakið á flugunni hægir á sér eða allt að því stoppar þegar það koma svona kuldahret og á meðan ástandið er þannig er til dæmis bleikjan í Þingvallavatni ekki að taka neitt nálægt yfirborðinu heldur fer í að éta kuðung við botninn. Það er vel hægt að veiða djúpt og stundum með ágætum árangri en það er ekki auðvelt í þessum skilyrðum. Við skulum samt ekki gleyma því heldur að þetta er ekkert óvenjulegt að það sé kalt í maí á Íslandi en veðurspáin gerir líka ráð fyrir því að það fari að hlýna eftir helgina og þá tekur lífríkið oft vel við sér, sérstaklega eftir þrjá til fjóra daga í tveggja stafa tölu. Það er samt alveg hægt að skutlast upp á eitthvað vatnið og í það minnsta láta á það reyna hvort það sé fiskur í töku en við mælum með því að klæða sig vel, það er kalt í kortunum eins og áður segir. Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði
Það hefur verið heldur kalt á landinu síðustu daga og útlitið fram yfir helgi er ekki veiðimönnum í hag. Veðurstofan gerir ráð fyrir næturfrosti víðast hvar um landið allar nætur fram yfir helgina og það hefur frekar slæm áhrif á tökuna hjá bleikjunni en fyrir urriðann skiptir þetta mun minna máli. Klakið á flugunni hægir á sér eða allt að því stoppar þegar það koma svona kuldahret og á meðan ástandið er þannig er til dæmis bleikjan í Þingvallavatni ekki að taka neitt nálægt yfirborðinu heldur fer í að éta kuðung við botninn. Það er vel hægt að veiða djúpt og stundum með ágætum árangri en það er ekki auðvelt í þessum skilyrðum. Við skulum samt ekki gleyma því heldur að þetta er ekkert óvenjulegt að það sé kalt í maí á Íslandi en veðurspáin gerir líka ráð fyrir því að það fari að hlýna eftir helgina og þá tekur lífríkið oft vel við sér, sérstaklega eftir þrjá til fjóra daga í tveggja stafa tölu. Það er samt alveg hægt að skutlast upp á eitthvað vatnið og í það minnsta láta á það reyna hvort það sé fiskur í töku en við mælum með því að klæða sig vel, það er kalt í kortunum eins og áður segir.
Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði