Hlutabréf í Twitter aldrei lægri Sæunn Gísladóttir skrifar 3. maí 2016 16:25 Við opnun hlutabréfamarkaða í morgun lækkaði gengi hlutabréfa í Twitter niður í 13,9 dollara, eða útboðsgengi fyrirtækisins þegar það var skráð á markað í lok árs 2013. Hlutabréf í Twitter lækkuðu mest um allt að þrjú prósent í morgun en hafa nú lækkað um 2,6 prósent það sem af er degi. Fjárfestar virðast vera að selja bréf sín í gríð og erg. Undanfarin misseri hefur forsvarsmönnum Twitter ekki tekist að fjölga notendum sem hefur gert það að verkum að fjárfestar hafa misst trú á fyrirtækinu og í kjölfarið hafa bréfin lækkað. Í síðustu viku kynnti félagið svo ársfjórðungsuppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins sem sýndi að tekjur voru undir væntingum og að fyrirtækið spái ekki miklum vexti á núverandi ársfjórðungi. Auglýsingatekjur voru einnig undir væntingum á fjórðungnum. Sérfræðingar telja að fyrirtækið gæti verið að missa auglýsingar til samkeppnisaðila sinna Snapchat, Instagram og Facebook. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Við opnun hlutabréfamarkaða í morgun lækkaði gengi hlutabréfa í Twitter niður í 13,9 dollara, eða útboðsgengi fyrirtækisins þegar það var skráð á markað í lok árs 2013. Hlutabréf í Twitter lækkuðu mest um allt að þrjú prósent í morgun en hafa nú lækkað um 2,6 prósent það sem af er degi. Fjárfestar virðast vera að selja bréf sín í gríð og erg. Undanfarin misseri hefur forsvarsmönnum Twitter ekki tekist að fjölga notendum sem hefur gert það að verkum að fjárfestar hafa misst trú á fyrirtækinu og í kjölfarið hafa bréfin lækkað. Í síðustu viku kynnti félagið svo ársfjórðungsuppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins sem sýndi að tekjur voru undir væntingum og að fyrirtækið spái ekki miklum vexti á núverandi ársfjórðungi. Auglýsingatekjur voru einnig undir væntingum á fjórðungnum. Sérfræðingar telja að fyrirtækið gæti verið að missa auglýsingar til samkeppnisaðila sinna Snapchat, Instagram og Facebook.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira