Erlent

Joseph Lowery látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Lowery við 96 ára afmælisfögnuð sinn.
Lowery við 96 ára afmælisfögnuð sinn. Getty/Paras Griffin

Predikarinn Joseph Lowery sem var fyrirferðarmikill í baráttunni fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn 98 ára að aldri.

Lowery var fæddur 6. október 1921 í Huntsville í Alabama og giftist mannréttindafrömuðinum Evelyn Gibson árið 1950. Lowery tileiknaði líf sitt réttindabaráttunni og fór hann fyrir ýmsum stofnunum og samtökum. Lowery tók þátt, ásamt Martin Luther King jr. í baráttunni fyrir því að aðgreiningu milli svartra og hvíta í almenningssamgöngum yrði hætt eftir að Rosa Parks var handtekin 1955.

Lowery tók einnig þátt í göngunni frá Selma til Montgomery 1965. Þá studdi hann einnig réttindabaráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum.

Lowery var mikils metinn vestra og flutti hann til að mynda ávarp þegar Barack Obama sór embættiseið árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×