Innlent

Far­símum stolið úr búnings­her­bergi líkams­ræktar­stöðvar

Atli Ísleifsson skrifar
Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um innbrot í bíla í Hafnarfirði í nótt.
Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um innbrot í bíla í Hafnarfirði í nótt. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um þjófnað úr búningsherbergi líkamsræktarstöðvar í hverfi 108 í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær.

Í dagbók lögreglu segir að þremur farsímum hafi þar verið stolið og að málið sé í rannsókn.

Einnig segir frá því að lögreglumenn hafi farið í hús í Kópavogi á þriðja tímanum í nótt þar sem verið var að rækta fíkniefni. Var lagt hald á bæði plöntur og tæki til ræktunar.

Á fimmta tímanum var svo tilkynnt um innbrot í tvo bíla í Hafnarfirði, póstnúmeri 221. Ekki er vitað hverju var stolið að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Þá segir að skömmu eftir klukkan 20 í gærkvöldi hafi verið tilkynnt um útafakstur rútu vestan við Litlu kaffistofuna. „Hópferðarbifreið á vesturleið lendir í óhappi þar sem sterk vindhviða feykti bifreiðinni útaf. Enginn meiddur og bifreiðin óskemmd. Að sögn ökumanns mun mjög slæmt skyggni hafa verið á heiðinni og var ökuhraði því lítill.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×