Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af þróun faraldursins næstu vikuna vegna samkvæma og hópamyndana um helgina. Nú reyni á samtakamátt þjóðarinnar. Við fjöllum um partístand höfuðborgarbúa og stöðu kórónuveirufaraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Stjórnvöld ætla sér að bólusetja 75 prósent þjóðarinnar fyrir lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Heilbrigðisráðherra segir að víðtæk bólusetning við kórónuveirunni muni hafa áhrif á sóttvarnaaðgerðir.

Þá fjöllum við um fyrirhugaðan miðhálendisþjóðgarð og gagnrýni á hann úr röðum ferðaþjónustunnar. Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×