Innlent

Falið að ræða um „lág­kúru­legt“ og „sorg­legt“ hring­torg nærri Bessa­stöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Hringtorgið sem um ræðir. Einn vegurinn út úr torginu leiðir heim að Bessastöðum.
Hringtorgið sem um ræðir. Einn vegurinn út úr torginu leiðir heim að Bessastöðum. Google Maps

Bæjarráð Garðabæjar hefur falið Gunnari Einarssyni bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegagerðina um hvort bæta megi frágang á hringtorgi á Álftanesi.

Málið var tekið upp á vettvangi bæjarráðs eftir að ábending barst frá konu í sveitarfélaginu sem lýsti hringtorginu sem „lágkúrulegu“, en á torginu miðju er einungis að finna möl.

„Hringtorgið á Álftanesi fyrir framan forsetabústaðinn er malarhringtorg og í hvert sinn sem ég kem akandi að því þykir mér alltaf jafn leiðinlegt hversu lágkúrulegt þetta hringtorg er. Er ekki mögulegt að veita því smá andlitslyftingu,“ spyr Sigríður Arna Arnþórsdóttir í bréfinu.

Guðni Th. Jóhannesson forseti hjólandi í átt að umræddu hringtorgi.Vísir/Vilhelm

Í fundargerð tekur bæjarráð undir með þau sjónarmið að bæta megi frágang á torginu.

Sigríður Arna leggur til að mögulegt væri að leyfa ungum hönnuðum eða listamönnum að spreyta sig í hönnunarkeppni um áhugaverða útkomu á þessu hringtorgi.

Sergir hún að mögulega væri hægt að tengja það við sjó eða sjómennsku, hestamennsku, eða jafnvel styttu af Sveinbirni Egilssyni sem eitt sinn var rektor Bessastaðaskóla.

„En fyrst og fremst þarf að gera bragarbót á þessu malartorgi,“ segir Sigríður Arna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×