Innlent

TF-GRO út­kalls­hæf á ný

Sylvía Hall skrifar
TF-GRO var óstarfhæf þar sem reglubundnu viðhaldi var ekki sinnt vegna verkfalls flugvirkja. Hún er nú útkallshæf eftir skoðun.
TF-GRO var óstarfhæf þar sem reglubundnu viðhaldi var ekki sinnt vegna verkfalls flugvirkja. Hún er nú útkallshæf eftir skoðun. Vísir/Sigurjón

Flugvirkjar hafa lokið skoðun á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Reglubundinni skoðun lauk í kvöld og er þyrlan því orðin útkallshæf á ný samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Lög voru sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar á föstudagskvöld og sneru flugvirkjarnir aftur til vinnu í gærmorgun. Var þá allt kapp lagt á að koma þyrlunni í flughæft ástand, enda var ekkert loftfar gæslunnar tilbúið í leit eða björgun í gær vegna viðhaldsþarfar.

Lög á verkfall flugvirkja bönnuðu vinnustöðvun þeirra, en ráðamenn sögðu það nauðsynlegt til þess að tryggja almannaöryggi.

Verði kjarasamningur ekki undirritaður fyrir 4. janúar 2021 skal gerðardómur ákveða kaup og kjör flugvirkjanna fyrir 17. febrúar á næsta ári.


Tengdar fréttir

Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×