Innlent

Borgin komin í jólabúninginn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Miðbær Reykjavíkur er að komast í jólabúning.
Miðbær Reykjavíkur er að komast í jólabúning. Vísir/Egill

Reykjavíkurborg er komin í jólabúninginn nú þegar allar hefðbundnu jólaskreytingarnar eru komnar upp, en alls verða tvö hundruð þúsund perur tendraðar í borginni, sem samsvarar um tuttugu kílómetrum af seríum.

Viðburðir eru fyrirhugaðir í miðborginni en opnaður verður jólamarkaður á Hjartatorgi, þá verður Nova-skautasvellið á Ingólfstorgi og í framhaldi af því verður annar jólamarkaður sem teygir sig yfir í Austurstræti, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

NOVA-svellið er á góðri leið með að verða tilbúið.Vísir/Egill

Óslóartréð verður tendrað á Austurvelli að venju fyrsta sunnudag í aðventu, en ekki verður formleg tendrunarathöfn í þetta sinn.

Í Laugardal verða trjágöng lýst upp sem og valin undirgöng og brýr í úthverfum. Elliðaárdalur verður lýstur upp í nágrenni við Rafstöðvarveg.

Hægt verður að fylgjast með öllum jólalegu viðburðunum í borginni á viðburðavef borgarinnar borginokkar.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×