Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2020 15:48 Það styttist í að þessar flugvélar fái að fara í loftið á ný. Getty/Mario Tama Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. Flugvélarnar hafa verið geymdar þar þar sem loftslagið í eyðimörkinni er talið henta einna best til þess að lágmarka það tjón sem getur orðið þegar flugvélar eru geymdar til lengri tíma án reglulegrar notkunar. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum gáfu í gær grænt ljós á það að MAX-vélarnar fái að fara í loftið á ný, eftir tæplega tveggja ára flugbann vegna tveggja mannskæðra flugslysa. Teymi frá Southwest hefur vaktað vélarnar frá því að þær voru sendar í geymslu og gætt þess að kveikja reglulega á lykilkerfum til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Nýtt teymi flugvirkja hefur verið sent á staðinn til þess að undirbúa flugvélarnar undir notkun á ný, og til að innleiða þær breytingar sem flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt að dugi til að heimila MAX-vélunum að fljúga um loftið á ný. Flugmálayfirvöld þurfa að yfirfara vinnu flugvirkjanna og þegar það er gert verður flugvélunum flogið til helstu athafnasvæða flugfélagsins, þar sem frekari prófanir verða gerðar. Southwest reiknar ekki með að taka vélarnar í almenna notkun á ný fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Á meðan munu átta þúsund flugmenn félagsins fá þjálfun vegna þeirra breytinga sem þarf að gera á flugvélunum. Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. Flugvélarnar hafa verið geymdar þar þar sem loftslagið í eyðimörkinni er talið henta einna best til þess að lágmarka það tjón sem getur orðið þegar flugvélar eru geymdar til lengri tíma án reglulegrar notkunar. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum gáfu í gær grænt ljós á það að MAX-vélarnar fái að fara í loftið á ný, eftir tæplega tveggja ára flugbann vegna tveggja mannskæðra flugslysa. Teymi frá Southwest hefur vaktað vélarnar frá því að þær voru sendar í geymslu og gætt þess að kveikja reglulega á lykilkerfum til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Nýtt teymi flugvirkja hefur verið sent á staðinn til þess að undirbúa flugvélarnar undir notkun á ný, og til að innleiða þær breytingar sem flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt að dugi til að heimila MAX-vélunum að fljúga um loftið á ný. Flugmálayfirvöld þurfa að yfirfara vinnu flugvirkjanna og þegar það er gert verður flugvélunum flogið til helstu athafnasvæða flugfélagsins, þar sem frekari prófanir verða gerðar. Southwest reiknar ekki með að taka vélarnar í almenna notkun á ný fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Á meðan munu átta þúsund flugmenn félagsins fá þjálfun vegna þeirra breytinga sem þarf að gera á flugvélunum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira