Viðskipti innlent

Fuglsvængur fannst í poka af veislusalati

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mynd af umbúðum utan af umræddu veislusalati.
Mynd af umbúðum utan af umræddu veislusalati. Hollt og gott

Matvælaframleiðandinn Hollt og gott hefur innkallað Veislusalat í 100 gramma pokum eftir að hluti af fuglsvæng fannst í einum poka af salatinu.

Fyrirtækið hefur því ákveðið, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að innkalla alla sendinguna. Salatinu eru pakkað á Ítalíu fyrir Hollt og gott.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna matvælin sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki

Hollt og gott.

Vöruheiti

Veislusalat.

Strikamerki

5690350037822.

Nettómagn

100 g.

Best fyrir dagsetning

21.11.2020

Lotunúmer

Innflytjandi

Hollt og gott, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Dreifing

Krónan, Hagkaup, Melabúðin, Fjarðarkaup, Rangá, Seljakjör og Kaupfélag Skagfirðinga.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga, skila henni í verslunina þar sem hún var keypt, eða til Hollt og gott, gegn fullri endurgreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×