Makamál

Mikill áhugi á swing-senunni

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Swing, eða makaskipti, kallast það  þegar pör stunda kynlíf saman með öðru pari eða einstakling. 
Swing, eða makaskipti, kallast það  þegar pör stunda kynlíf saman með öðru pari eða einstakling.  Getty

Í kjölfar umfjöllunar um makaskipti voru lesendur Vísis spurðir hvort þeir hefðu áhuga á swing-senunni í Spurningu vikunnar.

Makaskipti, eða swing, kallast það þegar pör ákveða að stunda kynlíf saman með öðru fólki.

Algengur misskilningur varðandi swing er að það sé það sama og opið samband. Það sem er skilgreint er sem swing er þegar pör ákveða að hafa makaskipti við annað par eða annan einstakling og eru saman í því. Í opnu sambandi er fólk hins vegar að hitta aðra aðila án makans.

Rúmlega 2.300 manns tóku þátt í könnuninni og samkvæmt svörum lesenda Vísis virðist vera töluverður áhugi á swing-senunni. Um 11% svarenda segjast hafa prófað swing og um 37% segjast hafa áhuga en ekki hafa prófað.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nákvæmari *niðurstöður.

Já, er virkur þátttakandi – 3%

Já, hef prófað að swinga – 8%

Já, en hef ekki prófað - 37% 

Já, ég er forvitin(n) en langar ekki að prófa – 14%

Nei, ég hef ekki áhuga – 38%

*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.

Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 í gærmorgun og ræddi þar um niðurstöðurnar og kynnti einnig til leiks næstu Spurningu vikunnar. 

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á líflegar umræður.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.