Viðskipti innlent

Á­fram for­maður Neyt­enda­sam­takanna

Atli Ísleifsson skrifar
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm

Breki Karlsson verður áfram formaður Neytendasamtakanna næstu tvö árin en hann var einn í kjöri til formanns á aðalfundi sem fram fór á laugardaginn.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að einnig hafi verið sjálfkjörið í stjórn félagsins.

„Nýja stjórn Neytendasamtakanna skipa Auður Alfa Ólafsdóttir, Guðjón Sigurbjartsson, Guðmundur Gunnarsson, Gunnar Alexander Ólafsson, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Liselotte Widing, Páll Rafnar Þorsteinsson, Pálmey Helga Gísladóttir, Sigurlína G. Sigurðardóttir, Snæbjörn Brynjarsson, Stefán Hrafn Jónsson og Þórey S. Þórisdóttir,“ segir í tilkynningu.

Breki tók við formennsku í Neytendasamtökunum fyrir tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×