Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum förum við yfir hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi strax á miðnætti í kvöld. Samkomur verða takmarkaðar við tíu manns og grímuskylda og fjarlægðarmörk munu einnig ná til barna eldri en sex ára.

Ríkisstjórnin undirbýr frekari efnahagsaðgerðir til að mæta því höggi sem fyrirtæki og einstaklingar verða fyrir vegna sóttvarna. Takmarkanir verða á skólahaldi umfram það sem verið hefur. 

Við sýnum myndir frá afleiðingum mjög öflugs jarðskjálfta sem varð í Tyrklandi í dag þar sem að minnsta kosti sex manns fórust og um tvö hundruð slösuðust í miklu eignatjórni. 

Þá hittum við hjón með tvær ungar dætur frá Senegal sem er gert að yfirgefa landið eftir að hafa barist fyrir að vera hér í sex ár. Dæturnar eru báðar fæddar á Íslandi. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×