Innlent

Grunur um fjár­drátt starfs­manns Skála­túns í Mos­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Skálatún er heimili 35 einstaklinga með þroskahömlun, en auk þess er þar rekin dagþjónusta og sundlaug.
Skálatún er heimili 35 einstaklinga með þroskahömlun, en auk þess er þar rekin dagþjónusta og sundlaug. Vísir/Vilhelm

Stjórnendur Skálatúns í Mosfellsbæ fara nú yfir fjárreiður síðustu ára eftir að grunur kviknaði um að starfsmaður þar hafi dregið sér fé.

Þetta staðfestir Þórey I. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skálatúns, í samtali við Vísi. Hún segir málið til rannsóknar innanhúss og hafi enn ekki verið tilkynnt til lögreglu. Það verði þó gert innan tíðar.

Eitt heimila Skálatúns.Vísir/Vilhelm

Skálatún er heimili 35 einstaklinga með þroskahömlun, en auk þess er þar rekin dagþjónusta og sundlaug.

Þórey segir að umræddur starfsmaður hafi verið sendur heim í september eftir að grunur kviknaði, en meintur fjárdráttur teygir sig yfir um tíu ára tímabil.

Hún vill ekkert segja til um hvaða upphæðir um ræðir, enda sé málið enn til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×