Viðskipti innlent

World Class hagnaðist um 562 milljónir í fyrra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
World Class hagnaðist um 562 milljónir króna í fyrra.
World Class hagnaðist um 562 milljónir króna í fyrra. Vísir/Vilhelm

Líkamsræktarstöðin World Class hagnaðist um 562 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn nemur um 80 prósentum af heildarhagnaði stærstu líkamsræktarstöðva á Íslandi, World Class, Hreyfingar, Reebok Fitness, Sporthússins og CrossFit Reykjavíkur. Samanlögð afkoma þeirra nam 721 milljón króna á síðasta ári samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.

Árið 2018 nam heildarafkoma stöðvanna 665 milljónum og jókst um ríflega átta prósent á milli ára. Öll félögin skiluðu jákvæðri rekstrarafkomu en World Class hagnaðist mest.

Rekstrartekjur félaganna námu um sex milljörðum króna í fyrra en tæpum 5,8 milljörðum árið áður. Rekstrartekjur World Class voru tæplega 3,8 milljarðar í fyrra.

Af þessum stærstu félögum var arðsemi eigin fjár verið mest hjá CrossFit Reykjavík á síðustu tveimur árum, eða 92 prósent að jafnaði. Arðsemi eigin fjár var næst mest hjá World Class eða 41 prósent að meðaltali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×