Innlent

Hundrað eftirskjálftar frá miðnætti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin á Reykjanesi í gær, skammt frá upptökum stóra skjálftans á þriðjudag.
Myndin er tekin á Reykjanesi í gær, skammt frá upptökum stóra skjálftans á þriðjudag. Vísir/Vilhelm

Rúmlega 2000 eftirskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá því að stór jarðskjálfti reið þar yfir skömmu eftir hádegi á þriðjudag.

Þó virðist sem eitthvað sé að draga úr virkninni þar sem aðeins hafa mælst um 100 eftirskjálftar frá miðnætti.

Af öllum eftirskjálftunum hafa um þrjátíu verið stærri en þrír, þar af einn sem varð klukkan 19:34 í gærkvöldi við Fagradalsfjall. Hann mældist 3,1.

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir fjölda eftirskjálfta síðustu klukkutímana vonandi benda til þess að það sé að draga úr virkninni.

Áfram megi þó búast við skjálftum sem fólk geti fundið fyrir, sérstaklega á Reykjanesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×