Veiði

Góðir lokadagar í Tungufljóti

Karl Lúðvíksson skrifar
Kristján með vænan sjóbirting úr Tungufljóti
Kristján með vænan sjóbirting úr Tungufljóti

Veiðinni er að ljúka á þessu tímabili og það verður ekki annað sagt en að áhugavert sumar sé á enda runnið.

Lokadagarnir í Tungufljóti hafa verið góðir og næst síðustu hollin í ánni áttu mjög góða daga og það voru vænir fiskar sem voru að taka flugur veiðimanna. Kristján Pál Rafnsson hjá Fishpartner var við Tungufljótið síðustu daga og það var gott í honum hljóðið þegar við ræddum við hann. 

"Ég var að veiða og svo gæda í næst seinustu hollum í Tungufljóti í Skaftártungu og það var mikill fiskur og svakalegir boltar þar innan um. Við fengum upp í 16 punda fiska en mikið af því sem við vorum að landa var á bilinu 10 - 14 pund. Það er nú bara eiginlega eins og það gerist best verð ég að segja" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi í morgun. "Það sem er gaman að sjá líka er að það er en fiskur að ganga. Við fengum silfurbjarta fiska inná milli og það var einn nýgenginn í Búrhyl sem var senninlega um meterinn. Það var mikið reynt við kauða en hann vissi betur. Hann verður kannski í ánni apríl og þá í stuði til að taka. Tungufljótið endaði í 510 urriðum, 80 löxum og 77 bleikjum." bætti Kristján við.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.