Innlent

Fjögurra vikna síbrotagæsla fyrir ránin þrjú um helgina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ungi maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Ungi maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/vilhelm

Uppfært: Pilturinn var dæmdur í gæsluvarðhald til 16. nóvember, ekki þess 23.. Dagsetningin var röng í upprunalegu tilkynningu lögreglunnar og hefur fréttinni verið breytt í takt við það.

Átján ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 16. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Pilturinn var handtekinn í gær, grunaður um nokkur rán í Reykjavík um helgina. 

Pilturinn var fyrst handtekinn á laugardag eftir að hafa framið vopnað rán í verslun við Hlemm. Hann var yfirheyrður og honum svo sleppt lausum.

Pilturinn framdi í kjölfarið rán í Krambúðinni við Mávahlíð í gær og komst á brott með fáeina tugi þúsunda. Hann rændi því næst Pylsuvagninn í miðbænum og var loks handtekinn þar skammt frá.

Fjögur vopnuð rán hafa verið framin í Reykjavík síðan á föstudag en þá var framið rán á skyndibitastaðnum Chido við Ægissíðu. Þar var þó ekki sami maður á ferðinni.


Tengdar fréttir

Fjögur vopnuð rán á þremur dögum

Ungur karlmaður er grunaður um að hafa framið þrjú vopnuð rán á tveimur dögum. Maðurinn var handtekinn í gær eftir að hafa framið vopnað rán í Pylsuvagninum.

Handtekinn á Austurvelli grunaður um vopnað rán

Sérsveit handtók mann á Austurvelli í dag sem hafði framið vopnað rán í verslun í austurborginni. Myndbandi af handtökunni hefur verið deilt á samfélagsmiðlum og vakið nokkra athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×