Innlent

Múlaþing formlega samþykkt sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nýtt sveitarfélag telur um fimmþúsund íbúa. 
Nýtt sveitarfélag telur um fimmþúsund íbúa.  Vísir/Hafsteinn

Múlaþing var í gær formlega staðfest sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Þetta kemur fram á heimasíðu Fljótsdalshéraðs en fréttamiðillinn Austurfrétt greinir frá. Nafnið var samþykkt samhljóða í annarri umræðu á sveitarstjórnarfundi sem fram fór í Valaskjálf.

Í sumar höfðu íbúar svæðisins tekið þátt í nafnakönnun sem þó var ekki bindandi og þar varð Múlaþing hlutskarpast. Drekabyggð lenti í öðru sæti en með töluvert færri atkvæði og Austurþing lenti í þriðja sæti. Þátttaka var um fimmtíu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×