Veiði

Ný veiðibók frá Sigga Haug

Karl Lúðvíksson skrifar
Siggi Haugur er að senda frá sér nýja bók fyrir alla áhugamenn um veiði
Siggi Haugur er að senda frá sér nýja bók fyrir alla áhugamenn um veiði

Það er líklega óhætt að segja að allir Íslenskir fluguveiðimenn hafi á einhverjum tímapunkti sett undir flugu sem Sigurður Héðinn hefur hannað.

Betur þekktur sem Siggi Haugur er hann líklega einn þekktasti fluguhönnuður landsins en eftir hann liggja margar gjöfular flugur sem eru fyrir löngu orðnar með þeim gjöfulustu í veiðibókum landsins og þar er líklega Haugurinn sú frægasta. Siggi hefur líka verið duglegur við skriftir síðustu tvö ár en í fyrra gaf hann hann út bókina "Af flugum, löxum og mönnum" sem var afskaplega vel tekið af unnendum stangveiða enda bókin vönduð og nálgaðist efnið af mikilli alúð.

Siggi Haugur við væsinnMynd: Nils Folmer

Sigurður Héðinn hefur greinilega ekki setið auðum höndum þetta árið því samhliða hnýtingum, opnun verslunar og leiðsögn hefur hann skrifað nýja bók sem heitir "Sá stóri, sá missti og sá landaði" en bókin fór í prentun í gær. Veiðivísir fékk þann heiður að lesa rafræna útgáfu af bókinni og það verður ekki sett í fá orð að lýsa því hversu vel hefur tekist með bókina.

Farið er yfir atriði sem allir veiðimenn geta lært eitthvað af og kaflar eins og "Hvers vegna tekur laxinn", "Atferli stórra fiska í töku", "Að veiða undan sól" og "Losa úr fiski" stikla á því sem veiðimenn þurfa að vita og það er tekið á mörgum atriðum sem veiðimönnum eru hugleikin við bakkann.

Það er góður kafli um flugur, leyniflugur, skylduflugur í boxið og auðvitað er farið í hnýtingar. Í bókinni má finna fræðslu um tauma, línur, vöðlur og  háfa svo fátt eitt sé nefnt. Heilt yfir er þetta virkilega fræðandi og skemmtileg bók, ekki bara fyrir veiðimenn og veiðikonur heldur líka þá sem vilja einfaldlega lesa vel skrifaða bók um eitt vinsælasta áhugamál Íslendinga. Vel gert Siggi! Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.